Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins 13. nóvember 2006 12:15 Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Joseph Kony, leiðtogi Frelsishers Drottins í Úganda, hefst nú við í Súdan. Jan Egeland, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, flaug til fundar við hann í gær til að reyna að semja við hann um lausn kvenna og barna sem hreyfingin heldur föngum. Uppreins Frelsishersins í Úganda hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur liðsmönnum hópsins verði kennt um morð, limlestingar og mannrán. Þeir eru sagðir hafa rænt börnum og þjálfað þau til voðaverka eða beitt þau kynferðislegu ofbeldi. Hjálparsamtök segja tvær milljónir íbúa í Úganda á vergangi vegna átakanna. Egeland er fyrsti háttsetti erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fær að hitta Kony, sem vill nær enga fjölmiðlaathygli, af ótta við að hann verði sendur til Haag til að svara fyrir stríðsglæpi sem hann er sakaður um. Fundurinn var haldinn í kjarrlendi á hlutlausu svæði og mætti Kony þar í fylgd 30 lífvarða. Kony og Egeland tókust í hendur áður en þeirr ræddust við í 10 mínútur. Kony sagði engar konur eða börn í haldi hjá þeim, aðeins bardagamenn. Egeland segir þennan stutta fund í gær hafa verið mikilvægan. Uppreisnarmenn ætli að veita upplýsingar um fjölda kvenna og barna í búðum þeirra sem teljist þó ekki gíslar að mati Frelsishersins. Egeland vildi ekki ræða handtökuskipanir sem hafa verið gefnar út á hendur Kony og bandamönnum hans. Uppreisnarmenn vilja láta fella þær úr gildi áður en heildstætt friðarsamkomulag verði undirritað. Stjórnvöld í Úganda ætla hins vegar ekki að óska þess nema samkomulag verði undirritað á undan. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Joseph Kony, leiðtogi Frelsishers Drottins í Úganda, hefst nú við í Súdan. Jan Egeland, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, flaug til fundar við hann í gær til að reyna að semja við hann um lausn kvenna og barna sem hreyfingin heldur föngum. Uppreins Frelsishersins í Úganda hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur liðsmönnum hópsins verði kennt um morð, limlestingar og mannrán. Þeir eru sagðir hafa rænt börnum og þjálfað þau til voðaverka eða beitt þau kynferðislegu ofbeldi. Hjálparsamtök segja tvær milljónir íbúa í Úganda á vergangi vegna átakanna. Egeland er fyrsti háttsetti erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fær að hitta Kony, sem vill nær enga fjölmiðlaathygli, af ótta við að hann verði sendur til Haag til að svara fyrir stríðsglæpi sem hann er sakaður um. Fundurinn var haldinn í kjarrlendi á hlutlausu svæði og mætti Kony þar í fylgd 30 lífvarða. Kony og Egeland tókust í hendur áður en þeirr ræddust við í 10 mínútur. Kony sagði engar konur eða börn í haldi hjá þeim, aðeins bardagamenn. Egeland segir þennan stutta fund í gær hafa verið mikilvægan. Uppreisnarmenn ætli að veita upplýsingar um fjölda kvenna og barna í búðum þeirra sem teljist þó ekki gíslar að mati Frelsishersins. Egeland vildi ekki ræða handtökuskipanir sem hafa verið gefnar út á hendur Kony og bandamönnum hans. Uppreisnarmenn vilja láta fella þær úr gildi áður en heildstætt friðarsamkomulag verði undirritað. Stjórnvöld í Úganda ætla hins vegar ekki að óska þess nema samkomulag verði undirritað á undan.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira