Erlent

Óeirðir vegna dauða barns í Kína

Til átaka kom milli hóps manna og lögreglu fyrir utan spítala í borginni Guangan í Suðvestur-Kína í dag eftir að þriggja ára drengur hafði látist eftir að hafa drukkið skordýraeitur sem geymt var í gosflösku. Læknar á spítalanum neituðu honum um þjónustu þar sem afi hans gat ekki greitt fyrir meðferðina.

Um tvö þúsund manns mótmæltu fyrir utan spítalann vegna málsins og hefur AP eftir vitni að rúður og tæki hafi verið brotin í óeirðunum, en alls særðust 11 manns í átökunum. Forsvarsmenn spítalans segjast ekki hafa neitað því að sinna drengnum vegna peningaskorts afans og segja afann hafa greitt um fimmtung þess sem meðferðin kostaði eftir að drengurinn lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×