Erlent

Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum

Bannað er að hylla fánann í almenna menntaskólanum í Orange County.
Bannað er að hylla fánann í almenna menntaskólanum í Orange County. MYND/AP

Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum.

Mikil reiði varð meðal hóps nemenda eftir að bannið tók gildi en þeir sem eru í forsvari nemendafélagsins buðu sig engu að síður fram á þessum forsendum.

Talsmaður framhaldsskólaráðs Orange County sagði í dag að engin áform væru uppi um að koma í veg fyrir þessa ákvörðun nemenda þar sem þeim væri algjörlega í sjálfsvald sett hvort þeir myndu játa hollustu sína við bandaríska fánann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×