Innlent

Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir rannsókn á hvarfi gripa í eigu stofnunarinnar

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu.

Í frystiaðstöðunni höfðu verið geymd ýmis rannsóknagögn og náttúrgripir, aðallega fuglar og spendýr þ.m.t. 6 ernir og 50 fálkar. Eigendaskipti höfðu orðið að frystigeymslunni og að sögn nýrra eigenda hafði innihaldið verið fjarlægt og urðað. Stofnunin hafði ekki verði látin vita um eigendaskiptin né látin vita að rafmagnstruflun hafði orðið í geymslunni sem að sögn nýrra eigenda geymslunnar varð til þess að innihaldið var fjarlægt og urðað. Stofnunin og ráðuneytið líta svo á að um sé að ræða gripi sem eru teljast til opinberra safna og sem ætlaðir eru til nota í þágu almennings. Samkvæmt 177. gr. almennra hegningarlaga er refsivert að ónýta slíka hluti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×