Erlent

Leita leiða til að lifa í breyttu loftslagi

Wadi Rum eyðimörkin í Jórdaníu
Wadi Rum eyðimörkin í Jórdaníu MYND/Anna Tryggvadóttir

Evrópusambandið mun á næsta ári leita eftir hugmyndum um hvernig það getur bætt undirbúning sinn undir loftslagsbreytingar.

Artur Runge Metzger, talsmaður sambandsins í umhverfismálum nefnir sem dæmi að árið 2003 hafi verið hitabylgja í Evrópu sem kostaði að minnsta kosti 35 þúsund manns lífið. Metzger sagði þetta sumar hafi verið óvenju heitt, miðað við núverandi aðstæður.

Hann sagði að framtíðarspár gerðu því skóna að þetta heita sumar verði bara venjulegt sumarveður árið 2050.

Þetta er nokkur stefnubreyting hjá Evrópusambandinu sem hingaðtil hefur einbeitt sér að því að finna leiðir til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Nú er verið að taka loftslagsbreytingum sem orðnum hlut, og finna leiðir til þess að lifa við þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×