Innlent

Verðbólga mælist 7,3%

Fimmþúsundkallabúnt.
Fimmþúsundkallabúnt.

Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,04% frá síðasta mánuði og jafngildir það 7,3% verðbólgu á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er í takt við spár greiningardeilda bankanna, sem spáðu því að verðbólga myndi mælast á bilinu 7,2 til 7,4%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% frá því í október og jafngildir það 5,8% verðbólgu, að sögn Hagstofunnar.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,5% á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,6%, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,02% og af hækkun raunvaxta 0,08%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×