Erlent

Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni

Lafði Eliza Manningham-Buller, yfirmaður MI5 í Bretlandi heldur ræðu sína í morgun.
Lafði Eliza Manningham-Buller, yfirmaður MI5 í Bretlandi heldur ræðu sína í morgun. MYND/MI5

Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Síðan árásin var gerð á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna í sumar, hefur stofnunin komið í veg fyrir að minnsta kosti fimm stórar áætlanir hryðjuverkamanna.

Hún varaði við því að hryðjuverkaógnin væri komin til þess að vera og væri ekki bara samansafn af nokkrum árásum heldur væri þetta stöðug ógn.

MI5 hefur stækkað um 50% síðan árásirnar voru gerðar á Bandaríkin þann 11. september 2001 og starfa um 2.800 manns hjá stofnuninni en mál hjá henni hafa hinsvegar aukist um 80% frá því í janúar á þessu ári. Ljóst þykir því að einhverjir gætu komist hjá eftirliti og náð að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd.

Hún sagði að mikilvægast væri að koma í veg fyrir að ungviði landsins myndi dragast inn í hryðjuverkastarfsemi og sagði jafnframt að þeir væru meginmarkhópur Al-Kaída hryðjuverkahópsins.

Fréttavefur BBC skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×