Erlent

Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd

Ungur drengur í Suður-Afríku nær sér í vatn til heimilisnota í miðjum kólerufaraldri. Skýrslan segir að allt að 2 milljónir barna láti lífið ár hvert vegna óhreins vatns.
Ungur drengur í Suður-Afríku nær sér í vatn til heimilisnota í miðjum kólerufaraldri. Skýrslan segir að allt að 2 milljónir barna láti lífið ár hvert vegna óhreins vatns. MYND/AP

Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt.

Skýrslan bergir á vandamáli sem að ríkar þjóðir þurfa ekki að kljást við og telur að þess vegna hafi því verið sópað undir teppið og lítið sem ekkert nefnt í nýlegum skýrslum og ræðum ríkari ríkja. Íbúar í fátækrahverfum í Næróbí í Kenía þurfa til dæmis að borga meira fyrir vatn heldur en íbúar New York eða London.

Skýrslan dregur þó úr spám um "vatnsstyrjaldir" en telur engu að síður að mikið þurfi að gera í þessum málefnum þar sem efnahagsáhrifin af þessum vatnsskorti geta orðið gríðarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×