Erlent

Barnalúgur á sjúkrahúsi

Japanskt sjúkrahús ætlar að útbúa barnalúgu, þar sem mæður geta stungið inn börnum sem þær vilja ekki eða geta ekki annast. Börnunum verður svo komið í fóstur.

Lúgan hefur fengið nafnið Storkahreiðrið, og börnin munu lenda í litlu rúmi fyrir neðan hana. Viðvörunarbjalla lætur starfsfólk sjúkrahússins vita af því að nýtt barn sé komið í hreiðrið.

Talsmaður sjúkrahússins segir að ekki sé hægt að láta sem þetta vandamál sé ekki til. Með þessu sé verið að bjarga börnum, sem annars myndu hugsanlega deyja.

Einn starfsmanna sjúkrahússins fékk hugmyndina í heimsókn til Þýskalands, þar sem Storkahreiður eru á mörgum sjúkrahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×