Innlent

Snjóflóðavarnir kynntar á Bolungarvík

Varnarveggurinn verður 700 metra langur og 18-22 metrar að hæð, en það samsvarar átta hæða blokk.
Varnarveggurinn verður 700 metra langur og 18-22 metrar að hæð, en það samsvarar átta hæða blokk.

Snjóflóðavarnargarður upp á 750 milljónir verður reistur við Bolungarvík á næstu tveimur til þremur árum. Hönnun og skipulag var kynnt fyrir bæjarbúum á fundi í gærkvöldi. Garðurinn verður 700 metra langur og hæðin mun samsvara átta hæða íbúðablokk.

Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur segir að með þessu sé 12 ára undirbúningsferli loks lokið, en hlé varð á því eftir snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, þegar endurmeta þurfti forsendur. Ýmsar tillögur komu upp eins og að flytja byggð eins og gert var á Súðavík, en það þótti ekki ráðlegt. Útboð er áætlað 15. febrúar og gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 15. maí.

Ofanflóðasjóður greiðir 90% af kostnaði við varnargarðinn, en 10% greiðir sveitafélagið sjálft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×