Daniel Ortega, fyrrum byltingarleiðtogi í Níkaragva, sigraði í forsetakosningunum í landinu. Ortega fékk um 38% greiddra atkvæða. Bandaríkjamenn hafa verið uggandi yfir þeim stuðningi sem Ortega hefur haft. Stuðningur Bandaríkjamanna við Kontra-skæruliða, og þar með blóðuga borgarastyrjöld á níunda áratugnum, varð til þess að Ortega hrökklaðist frá völdum árið 1990.
