Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir að skipuleggja stórfelld hryðjuverk

Þrjátíu og fjögurra ára Lundúnabúi, sem sagður er tengdur al-Qaida samtökunum, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Dhiren Barot var handtekinn í ágúst 2004 eftir að lögregla í Pakistan fann fartölvu með áformunum í við húsleit í bænum Gujrat.

Barot var áður hindúi en snerist til íslam og fram kom við réttarhöldin yfir honum að hann hefði skipulagt samhæfðar árásir meðal annars með svokölluðum skítugum sprengjum. Markmiðið hafi verið að valda sem mestum skaða og ringulreið. Þá skipulagði hann einnig árásir á fjármálastofnanir í Bandaríkjum en þær munu hafa verið skipulagðar fyrir árásirnar 11. september 2001. Samkvæmt dómnum getur Barot fyrst átt von á reynslulausn eftir 40 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×