Erlent

Vilja að Saddam verði hengdur

MYND/AP

Íranar hvöttu í dag til þess að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein verði látinn standa og að hann verði hengdur fyrir ódæðisverk sín. Ein milljón manna féll í átta ára stríði, sem hófst þegar Saddam réðst inn í Íran árið 1980.

Gholam Elham, talsmaður stjórnvalda í Íran sagði að enginn vafi léki á að Saddam hefði verið glæpsamlegur einræðisherri, sem hefði fengið verðskuldaðan dóm. Hann kvaðst vonast til að ekki yrði reynt að koma í veg fyrir að þeim dómi verði fullnægt.

Dauðadómurinn er nú fyrir áfrýjunardómstól og er búist við að hann kveði upp úrskurð um miðjan janúar. Ef hann staðfestir dauðadóminn verður Saddam hengdur innan þrjátíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×