Erlent

Skemmtiferðaskip slökkti á Evrópu

Norwegian Pearl
Norwegian Pearl

Norska skemmtiferðaskipið Norweigan Pearl slökkti í gær ljósin í Evrópu. Milljónir manna í tólf löndum misstu rafmagnið.

Norweigan Pearl var að sigla upp eftir ánni Ems, í Þýskalandi og skipið er svo stórt að ákveðið var að rjúfa straum á mikilvægri rafleiðslu. Það varð til þess að yfirspenna varð á öðrum leiðslum og þær slógu út. Við það fór rafmagnið af stórum hluta Frakklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal, Austurríki og fleiri löndum.

Lyftur festust, og járnbrautarlestar stöðvuðust. Talsmaður fransks orkufyrirtækið sagði að þetta hefði hlaðið utan á sig eins og snjóbolti, og ekki hefði mátt miklu muna að rafmagnið færi af allri Evrópu. Farþegar í borð um ljósum prýddu skemmtiferðaskipinu undu sér hinsvegar ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×