Erlent

Bandarískur prestur leystur frá störfum vegna kynlífshneykslis

Faðir Haggard horfir íhugull til himins.
Faðir Haggard horfir íhugull til himins. MYND/AP

Einn af áhrifamestu predikurum kristinnar trúar í Bandaríkjunum, Ted Haggard, var rekinn af kirkjuráði sínu nú um helgina. Haggard, sem er mikið á móti hjónabandi samkynhneigðra, viðurkenndi nú á föstudaginn að hann hefði keypt sér eiturlyf og farið í nuddtíma til karlkyns hóru.

Hann neitaði hinsvegar að hafa haft mök við nuddmann sinn og sagðist hafa hent eiturlyfjunum án þess að nota þau. Kirkjan hans taldi þó að hann hefði gerst sekur um ókristilega hegðun og best væri því fyrir kirkjuna að reka Haggard.

Nuddmaðurinn segist þó hafa haft mök við Faðir Haggard í næstum hverjum mánuði undanfarin þrjú ár en því neitar Haggard stöðugt.

Faðir Haggard var í nánu samstarfi við Hvíta Húsið og George W. Bush.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×