Erlent

Forsetakosningar haldnar í Níkaragva

Gamli uppreisnarleiðtoginn Daniel Ortega freistar þess nú að ná völdum á ný en nú á lögmætan hátt.
Gamli uppreisnarleiðtoginn Daniel Ortega freistar þess nú að ná völdum á ný en nú á lögmætan hátt. MYND/AP

Fimm eru í framboði í Níkaragva en baráttan er helst sögð standa milli Daniel Ortega, fyrrverandi forseta og skæruliðaleiðtoga, og athafnamannsins Eduardo Montealegre.

Ortega er talinn sigurstranglegri. Hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi embættinu til 1990. Hann var leiðtogi Sandinista. Mannréttindafrömuðir hafa varað við því að Ortega hafi síður en svo hreina samvisku. Hann hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á hvarfi þúsunda pólitískra andstæðinga.

Þrír fyrrverandi forseta munu sinna kosningaeftirliti í Níkaragva í dag þar sem hart er barist um forsetaembættið. Það eru þeir Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Alejandro Toledo, fyrrverandi forseti Perú, og Nicolas Ardito Barletta, fyrrverandi Panamaforseti, sem hafa eftirlit með framkvæmd kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×