Fótbolti

Barcelona náði aðeins jafntefli

Ronaldinho skorar úr vítaspyrnunni gegn Deportivo í gær.
Ronaldinho skorar úr vítaspyrnunni gegn Deportivo í gær. Getty Images

Ríkjandi Spánarmeistarar Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Deportivo í stórleik gærkvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur urðu 1-1.

Eiður Smári Guðjohnsen lék ekki með Barcelona vegna meiðsla en sá sem leysti hann af í framlínu liðsins, Argentínumaðurinn Javier Saviola, fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Ronaldinho skoraði örugglega úr.

Varamaðurinn Antonio Juan Rodriguez náði hins vegar að jafna metin í síðari hálfleik þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu frá Fabian Estoyanoff sem Victor Valdes í marki Barca hafði varið.

Barcelona er ennþá í efsta sæti spænsku deildarinnar en Sevilla og Real Madrid geta komist upp fyrir liðið ef þau sigra leiki sína í dag.

Tveir aðrir leikir fóru fram á Spáni í gærkvöldi. Mallorca og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli og þá héldu ófarir Real Sociedad áfram því liðið beið í lægri hlut, 2-0, gegn Levante.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×