Erlent

Fyrir rétti vegna hvatningar til morða

Breskur múslimi, kom fyrir dómara í dag, sakaður um að hafa hvatt til morða, í mótmælastöðu fyrir utan danska sendiráðið í Lundúnum, í Febrúar.

Mizanur Rahman, sem er 23 ára gamall vefhönnuður, hvatti til hryðjuverkaárása á öll ríki Evrópu og hvatti til þess að vestrænir hermenn yrðu strádrepnir í Írak og Afganistan.

Mótmælastaðan við danska sendiráðið var vegna myndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum, danska.

Saksóknarinn lagði áherslu á að það væri ekki ilslamstrúin sem væri fyrir rétti í Lundúnum, heldur aðeins einn einstaklingur sem hefði hvatt til morða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×