Sport

Loeb heimsmeistari þriðja árið í röð

Sebastien Loeb er heimsmeistari þriðja árið í röð
Sebastien Loeb er heimsmeistari þriðja árið í röð NordicPhotos/GettyImages

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb tryggði sér um helgina þriðja heimsmeistaratitil sinn í ralli í röð án þess svo mikið að setjast undir stýri, þegar Finninn Marcus Grönholm kom fimmti í mark í Ástralíukappakstrinum.

Það var Finninn Mikko Hirvonen sem vann sigur í Ástralíukappakstrinum og Petter Solberg varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur Finnans í einstaka ralli á ferlinum.

Loeb er því orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð þar sem hann hefur 21 stigs forskot á Grönholm þegar aðeins tvær keppnir eru eftir af heimsmeistaramótinu. Það er til marks um yfirburði Loeb að hann skuli nú vera búinn að tryggja sér titilinn án þess að vera með í tveimur síðustu keppnum vegna meiðsla.

Loeb er því aðeins þriðji rallkappinn í sögunni til að vinna þrjá heimsmeistaratitla á ferlinum, en aðeins Finnarnir Juha Kankkunen og Tommi Makinen hafa afrekað það - þeir unnu fjóra titla hvor á níunda og tíunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×