Erlent

Bradshaw flokkar ekki ruslið sitt

Ben Bradshaw umhverfisráðherra Bretlands, og einn harðasti gagnrýnandi íslenskra hvalveiða, er tekinn á beinið í Daily Mail í dag fyrir að fara ekki eftir eigin endurnýtingarreglum í sorphirðunni heima hjá sér. Blaðið birtir myndir af húsi ráðherrans, og ruslapokum þar fyrir utan, sem eiga að sýna að ráðherrann flokki ekki endurnýtinanlegt sorp frá öðru rusli. Og ekki nóg með að sorp umhverfisráðherrans sé óflokkað -- hann setji líka óendurnýtanlegt sorp í poka merkta endurnýtanlegu, og það hjá ráðherra, sem brýni fyrir milljónum manna að flokka sorpið sitt.

Daily Mail rekur það hvernig Bradshaw hafi síðast í síðustu viku lagt að fólki að fara að reglum í flokkun sorps og að sveitastjórnir víða um Bretland hafi lagt í að setja flóknar reglugerðir til að fylgja þessum málum eftir. Meðal þeirra 17 hluta sem Daily Mail fann í ruslapokum ráðherrans á fimmtudaginn, og hefði átt að vera í sérpokum fyrir endurnýtanlegt rusl, voru tvö umslög, fimm pappahólkar úr klósett og eldúsrúllum, pappaumbúðir af nikóntíntyggjói, pakki af Rizla sígarettupappír, og brottfararspjaldsbútur frá Virgin flugfélaginu, merktur Ben Bradshaw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×