Spurt verður hvaðan peningarnir komi 28. október 2006 19:33 Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira