Sport

Titilvonir Grönholm úr sögunni?

Grönholm velti bíl sínum í dag og á nú litla möguleika á að ná heimsmeistaranum að stigum
Grönholm velti bíl sínum í dag og á nú litla möguleika á að ná heimsmeistaranum að stigum NordicPhotos/GettyImages

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á nú litlar vonir um að ná heimsmeistaranum Sebastien Loeb að stigum á heimsmeistaramótinu í rallakstri eftir að Finninn velti bíl sínum í dag.

Grönholm hafði forystu eftir fyrstu tvær sérleiðirnar í gær en velti bílnum í dag og féll fyrir vikið niður í 40. sæti. Með frábærum akstri náði hann að vinna sig upp í 18. sætið. Grönholm verður að hafna í að minnsta kosti 4. sæti í rallinu til að eiga stærðfræðilega möguleika á að ná Loeb að stigum í baráttunni um titilinn, en Loeb er ekki með vegna meiðsla.

Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen er með 25 sekúndna forskot á næsta mann sem er Petter Solberg, en Grönholm er heilum 12 mínútum á eftir þeim og því er útlit fyrir að Sebastien Loeb verði heimsmeistari enn einn árið án þess að setjast við stýrið aðra keppnina í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×