Fótbolti

Ánægður með Eið Smára

Eiður Smári skoraði tvívegis í sigri Barcelona í gærkvöldi
Eiður Smári skoraði tvívegis í sigri Barcelona í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum.

"Ég er mjög ánægður fyrir hönd Eiðs, því það er mjög mikilvægt fyrir framherja að ná að skora reglulega," sagði Rijkaard, en Eiður hafði verið gagnrýndur nokkuðr fyrir að fara illa með færi sín að undanförnu. Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, var líka ánægður með íslenska landsliðsfyrirliðann.

"Við höfum alltaf haft fulla trú á Eiði. Hann er frábær leikmaður og það sem er mikilvægast við leik hans er að hann skapar færi fyrir aðra líka - ég hef engar áhyggjur af mörkunum hjá honum - þau koma að sjálfu sér," sagði Puyol.

Síðari leikur Barcelona og Badalona á Nou Camp verður að öllum líkindum sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en hann verður á dagskrá fyrstu vikuna í nóvember og verður nánar auglýstur síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×