Enski boltinn

Ensk lið hafa mikinn áhuga á Beckham

David Beckham
David Beckham NordicPhotos/GettyImages

Glenn Roeder segir að ef David Beckham tæki þá ákvörðun að snúa aftur til Englands, yrði enginn skortur á kauptilboðum frá liðum í heimalandi hans. Þetta segir Roader í kjölfar þess að Beckham sagðist ósáttur við að sitja á varamannabekknum hjá Real Madrid - en það hefur vitanlega valdið fjaðrafoki í breskum blöðum.

Beckham heldur því þó alltaf fram að hann vilji vera áfram á Spáni, en Roeder segir fjölda liða á Englandi fá vatn í munninn þegar talað sé um Beckham og hugsanlega endurkomu hans til Englands.

"Ég held að fjöldi liða á Englandi myndu vilja fá hann í sínar raðir. Ég þekki hann persónulega síðan ég var aðstoðarmaður hjá enska landsliðinu og hann er góður drengur, en fólk fær oft ranga mynd af honum í fjölmiðlum. Ég veit að hann hefur sagt að hann ætli sér ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni aftur, en hann fær í það minnsta nóg af tilboðum ef hann ákveður að hætta að spila með Madrid," sagði Roeder. Beckham á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×