ÍR fer upp

Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild.