Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári.
Aflanum var landað beint í flutningabíl við Njarðvíkurhöfn og þaðan ekið með hann í fiskverkun í stað þess að vigta hann á hafnarvigtinni í Keflavíkurhöfn. Eftirlitsmenn Fiskistofu urðu vitni að þessu og viðurkenndi bílstjóri flutningabílsins að hafa ekið fram hjá vigt en bar því við að vigtarmaður hefði verið í mat. Á það lagði dómurinn ekki trúnað og voru því þrír aðilar að málinu sektaðir sem fyrr segir.