Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við 23. október 2006 12:00 Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, fer á fund Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á fimmtudaginn en þarlend stjórnvöld eru lítt hrifinn af hvalveiðum Íslendinga. Að öðru leyti virðast veiðarnar fá fremur litla athygli í breskum fjölmiðlum. Blöð á borð við Independent og Guardian, sem bæði fjalla mikið um umhverfsimál, segja stuttlega frá drápinu á langreyðinni aftarlega í blaðinu og BBC sýndi frá því þegar hvalurinn var dreginn á land í gær. Að sögn Sverris höfðu um 180 tölvuskeyti borist sendiráðinu um helgina þar sem hvalveiðunum var mótmælt, minna en búist hafði verið við. Í Svíþjóð fer umræðan og andstaðan við veiðarnar aftur á móti vaxandi enda fjölluðu sænskir fjölmiðlar talsvert um málið um helgina. Í viðtali við Dagens Nyheter gagnrýnir Andreas Carlgren, umhverfisráðherra, Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og bendir á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Við inngönguna skuldbundu Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Svíar reyndu á sínum tíma að ógilda atkvæðagreiðsluna þegar þeir áttuðu sig á hvað fyrirvarinn þýddi, en án árangurs. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, fer á fund Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á fimmtudaginn en þarlend stjórnvöld eru lítt hrifinn af hvalveiðum Íslendinga. Að öðru leyti virðast veiðarnar fá fremur litla athygli í breskum fjölmiðlum. Blöð á borð við Independent og Guardian, sem bæði fjalla mikið um umhverfsimál, segja stuttlega frá drápinu á langreyðinni aftarlega í blaðinu og BBC sýndi frá því þegar hvalurinn var dreginn á land í gær. Að sögn Sverris höfðu um 180 tölvuskeyti borist sendiráðinu um helgina þar sem hvalveiðunum var mótmælt, minna en búist hafði verið við. Í Svíþjóð fer umræðan og andstaðan við veiðarnar aftur á móti vaxandi enda fjölluðu sænskir fjölmiðlar talsvert um málið um helgina. Í viðtali við Dagens Nyheter gagnrýnir Andreas Carlgren, umhverfisráðherra, Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og bendir á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Við inngönguna skuldbundu Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Svíar reyndu á sínum tíma að ógilda atkvæðagreiðsluna þegar þeir áttuðu sig á hvað fyrirvarinn þýddi, en án árangurs.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira