Erlent

Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn

Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum.

Fram kemur á fréttavef BBC að IE7 hefur verið prufukeyrður um nokkurn tíma og hafa 5 prufugerðir af vafraranum verið útbúnar til notkunar á síðustu 14 mánuðum. Litið er á þessa uppfærslu sem tilraun Microsoft til að ná keppinaustum sínum á vafraramarkaðnum, þar á meðal Fierfox og Opera. Sérfræðingar í tölvugeiranum segja margir hverjir að Microsoft hafi dregist aftur úr í samkeppninni og þetta sé svar þeirra.

Notendum Internet Explorer hefur fækkað nokkuð á liðnum árum. 93% netnotenda vöfruðu á vefnum með Internet Explorer árið 2004 er nú, aðeins 2 árum síðar, hefur notendum fækkað og eru þeir 86% netnotenda. Næst kemur Firefox sem 11% netverja nota.

Í dag var tilraunaútgáfa af Firefox 2.0 sett á vefinn en fullgerð útgáfa mun verða tilbúin á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×