Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir 16. október 2006 18:22 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira