Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt 16. október 2006 17:51 Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira