Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt 16. október 2006 17:51 Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira