Innlent

Ætlar ekki að beita sér fyrir lagabreytingum

Landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að mjólkuriðnaður hafi getað haft samráð sem hafi skilað mikilli hagræðingu. Hann ætlar ekki að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins og beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undanþeginn samkeppnislögum. Þessi viðbrögð ráðherra vekja furðu framkvæmdastjóra Mjólku.

Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið hvetur landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum svo mjólkuriðnaðurinn verði ekki undanþegin samkeppnislögum eins og nú er. Það ætlar ráðherra ekki að gera því búvörulög og samráð sem rúmist innan þeirra leiði til hagræðingar.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki megi raska stöðu mjólkuriðnaðins þegar hann einn stígur inn í það með ríkisvaldinu að lækka matvælaverð til neytenda. En afurðastöðvar hafa ákveðið að halda heildsöluverði óbreyttu næstu tólf mánuði. En telur ráðherra ekki slæmt að fyrirtæki sé í einokunarstöðu og geti þannig mismunað fyrirtækum.

Guðni segir þetta tilvik hafa komið upp þar sem Osta- og smjörsalan hafi ekki unnið eftir þeim reglum og lögum sem henni ber.

Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra Mjólku kemur fram að hann undrast að ráðherra ætli ekki að beita sér fyrir breytingum þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Hann segir yfirlýsingu ráðherra áfall fyrir bændur og neytendur þar sem Samkeppniseftirlitið segir Mjólku hafa bætt hag bænda og neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×