Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi 13. október 2006 18:46 Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira