Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna 13. október 2006 12:30 MYND/GVA Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum." Fréttir Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira