Innlent

Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar ræddir

Susan Schwab, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, á fundi sínum í Washington í gær.
Susan Schwab, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, á fundi sínum í Washington í gær. MYND/Utanríkisráðuneytið

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Susan Schwab viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar áttu fund í Washington í gær. Þær ræddu viðskiptatengsl ríkjanan og mikilvægi þess að styrkja þau. Ryðja þyrfti úr vegi viðskiptahindrunum.

Utanríkisráðherra tók sérstaklega upp möguleika á fríverslunarsamningi og fjárfestingarsamningi á milli ríkjanna, en sá síðarnefndi myndi meðal annars greiða fyrir langtímavegabréfsáritunum til handa Íslendingum sem eru á leið til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. Ákveðið var að hátt settir embættismenn myndu hittast með reglulegu millibili til þess að liðka fyrir ofangreindum samningum.

Á fundinum lýsti utanríkisráðherra ennfremur áhyggjum sínum af stöðu Doha-viðræðnanna og sagði afar mikilvægt fyrir viðskiptakerfi heimsins að hægt væri að blása nýju lífi í þær, sérstaklega fyrir þróunarríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×