Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt á Umhverfisstofnun 12. október 2006 17:22 Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi. MYND/Gunnar V. Andrésson Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt sína á starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við gagnrýni Davíðs Egilssonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem hann gerði verulega athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar. Skýrslan hafi verið unnin af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg og ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður. Í tilkynningu sem Ríkisendurskoðun sendir frá sér síðdegis segir að stofnunin starfi á vegum Alþingis og hafi það meginhlutverk að annast eftirlit með fjárreiðum og rekstri ríkisins. Í lögum um stofnunina sé kveðið á um að hún sé engum háð í störfum sínum. Ríkisendurskoðun berist árlega fjöldi beiðna um stjórnsýsluúttektir á stofnunum og fyrirtækjum ríkisins, ýmist frá forstöðumönnum þeirra, ráðuneytum eða Alþingi. Stofnunin meti hverju sinni hvort efni og ástæður séu til slíkra úttekta. Ef ákveðið sé að ráðast í úttekt ákveði stofnunin hins vegar endanlegt viðfangsefni hennar og hvernig að henni verði staðið. Af þessu leiði að stofnanir, ráðuneyti eða Alþingi geti ekki beðið um skýrslur af tiltekinni gerð, eins og Davíð Egilson virðist álíta þegar hann segi í gagnrýni sinni að meginviðfangsefni Ríkisendurskoðunar eigi að vera að greina hvort nauðsynlegt fjármagn hafi fylgt auknum verkefnum sem lögð hafi verið á stofnunina. Úttekt Ríkisendurskoðunar beindist hins vegar fyrst og fremst að öðrum atriðum. Í framhaldi af þessu og öðrum ummælum Davíðs Egilsonar vilji Ríkisendurskoðun áréttað að samkvæmt 9. gr. laga um stofnunina felist stjórnsýsluendurskoðun í því að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort gildandi lagafyrirmælum sé framfylgt í þessu sambandi. Í greinargerð með frumvarpi laga um Ríkisendurskoðun komi einnig fram að stjórnsýsluendurskoðun taki ekki aðeins til einstakra þátta stjórnunar heldur einnig skipulags, stjórnkerfis og rekstrarlegra þátta í heild sinni. Ríkisendurskoðun telur að þessum sjónarmiðum hafi verið fylgt þegar skýrslan um Umhverfisstofnun hafi verið samin. Ríkisendurskoðun telur einnig að forstjóra Umhverfisstofnunar hafi strax í upphafi verið gerð munnlega grein fyrir því hvað fælist í stjórnsýsluendurskoðun og sömuleiðis fyrir verkáætlun um gerð áðurnefndrar skýrslu. Forstjóranum hafi því mátt vera ljóst að skýrslan kæmi ekki eingöngu til með að snúast um það hvort nauðsynlegt fjármagn hefði fylgt auknum verkefnum sem lögð hefðu verið á stofnunina. Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að Davíð Egilson víki að því í upphafi skrifa sinna að tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar og í lok þeirra ræðir hann um alvarlegar staðreyndavillur sem Ríkisendurskoðun hafi dregið ályktanir af. Ekki séu þó nefnd dæmi um slíkar rangfærslur í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar. Í tengslum við þetta vill Ríkisendurskoðun taka fram að Umhverfisstofnun hafi gefist kostur á að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar í drögum og gera athugasemdir við textann og þau gögn sem hann er byggður á. Ríkisendurskoðun telur að tekið hafi verið tillit til allra réttmætra athugasemda og vísar því á bug að endanlegar niðurstöður séu dregnar af röngum eða ónákvæmum upplýsingum. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að Ríkisendurskoðun hafi skilning á því að viðhorf fólks til skýrslna stofnunarinnar geta verið mismunandi og að ekki sé sjálfgefið að allir séu alltaf fullkomlega sammála því sem þar komi fram. Ríkisendurskoðun telur sig hins vegar hafa unnið skýrslu sína um Umhverfisstofnun af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg eða ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður sínar. Af þessum sökum hljóti Ríkisendurskoðun að standa við skýrsluna og þær niðurstöður og tillögur sem þar koma fram. Í lokin vill Ríkisendurskoðun taka fram að hún leitist jafnan við að hafa góð samskipti við ríkisstofnanir í viðleitni sinni til að auka hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri. Stofnunin harmi því að til þessara orðaskipta hennar við Umhverfisstofnun hafi komið. Svar Ríkisendurskoðunar við athugasemdum forstjóra Umhverfisstofnunar. Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt sína á starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við gagnrýni Davíðs Egilssonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem hann gerði verulega athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar. Skýrslan hafi verið unnin af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg og ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður. Í tilkynningu sem Ríkisendurskoðun sendir frá sér síðdegis segir að stofnunin starfi á vegum Alþingis og hafi það meginhlutverk að annast eftirlit með fjárreiðum og rekstri ríkisins. Í lögum um stofnunina sé kveðið á um að hún sé engum háð í störfum sínum. Ríkisendurskoðun berist árlega fjöldi beiðna um stjórnsýsluúttektir á stofnunum og fyrirtækjum ríkisins, ýmist frá forstöðumönnum þeirra, ráðuneytum eða Alþingi. Stofnunin meti hverju sinni hvort efni og ástæður séu til slíkra úttekta. Ef ákveðið sé að ráðast í úttekt ákveði stofnunin hins vegar endanlegt viðfangsefni hennar og hvernig að henni verði staðið. Af þessu leiði að stofnanir, ráðuneyti eða Alþingi geti ekki beðið um skýrslur af tiltekinni gerð, eins og Davíð Egilson virðist álíta þegar hann segi í gagnrýni sinni að meginviðfangsefni Ríkisendurskoðunar eigi að vera að greina hvort nauðsynlegt fjármagn hafi fylgt auknum verkefnum sem lögð hafi verið á stofnunina. Úttekt Ríkisendurskoðunar beindist hins vegar fyrst og fremst að öðrum atriðum. Í framhaldi af þessu og öðrum ummælum Davíðs Egilsonar vilji Ríkisendurskoðun áréttað að samkvæmt 9. gr. laga um stofnunina felist stjórnsýsluendurskoðun í því að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort gildandi lagafyrirmælum sé framfylgt í þessu sambandi. Í greinargerð með frumvarpi laga um Ríkisendurskoðun komi einnig fram að stjórnsýsluendurskoðun taki ekki aðeins til einstakra þátta stjórnunar heldur einnig skipulags, stjórnkerfis og rekstrarlegra þátta í heild sinni. Ríkisendurskoðun telur að þessum sjónarmiðum hafi verið fylgt þegar skýrslan um Umhverfisstofnun hafi verið samin. Ríkisendurskoðun telur einnig að forstjóra Umhverfisstofnunar hafi strax í upphafi verið gerð munnlega grein fyrir því hvað fælist í stjórnsýsluendurskoðun og sömuleiðis fyrir verkáætlun um gerð áðurnefndrar skýrslu. Forstjóranum hafi því mátt vera ljóst að skýrslan kæmi ekki eingöngu til með að snúast um það hvort nauðsynlegt fjármagn hefði fylgt auknum verkefnum sem lögð hefðu verið á stofnunina. Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að Davíð Egilson víki að því í upphafi skrifa sinna að tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar og í lok þeirra ræðir hann um alvarlegar staðreyndavillur sem Ríkisendurskoðun hafi dregið ályktanir af. Ekki séu þó nefnd dæmi um slíkar rangfærslur í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar. Í tengslum við þetta vill Ríkisendurskoðun taka fram að Umhverfisstofnun hafi gefist kostur á að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar í drögum og gera athugasemdir við textann og þau gögn sem hann er byggður á. Ríkisendurskoðun telur að tekið hafi verið tillit til allra réttmætra athugasemda og vísar því á bug að endanlegar niðurstöður séu dregnar af röngum eða ónákvæmum upplýsingum. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að Ríkisendurskoðun hafi skilning á því að viðhorf fólks til skýrslna stofnunarinnar geta verið mismunandi og að ekki sé sjálfgefið að allir séu alltaf fullkomlega sammála því sem þar komi fram. Ríkisendurskoðun telur sig hins vegar hafa unnið skýrslu sína um Umhverfisstofnun af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg eða ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður sínar. Af þessum sökum hljóti Ríkisendurskoðun að standa við skýrsluna og þær niðurstöður og tillögur sem þar koma fram. Í lokin vill Ríkisendurskoðun taka fram að hún leitist jafnan við að hafa góð samskipti við ríkisstofnanir í viðleitni sinni til að auka hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri. Stofnunin harmi því að til þessara orðaskipta hennar við Umhverfisstofnun hafi komið. Svar Ríkisendurskoðunar við athugasemdum forstjóra Umhverfisstofnunar.
Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira