Sport

Henry talinn líklegur

Thierry Henry
Thierry Henry NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú gefið út lista yfir þá 30 leikmenn sem tilnefndir hafa verið sem knattspyrnumaður ársins. Tólf leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru þar tilnefndir og þykir Thierry Henry hjá Arsenal líklegastur til að hreppa hnossið að þessu sinni.

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur nú unnið til þessara verðlauna tvö ár í röð, en Thierry Henry og Fabio Cannavaro eru þeir sem líklegastir eru taldir til að vinna til verðlaunanna í ár. Það eru þjálfarar og fyrirliðar allra landsliða hjá FIFA sem standa að valinu. Verðlaunin verða afhent í Sviss þann 18. desember.

Eftirtaldir leikmenn eru tilnefndir:

Adriano (Internazionale), Michael Ballack (Chelsea), Gianluigi Buffon (Juventus), Fabio Cannavaro (Real Madrid), Cristiano Ronaldo (Manchester United), Petr Cech (Chelsea), Deco (Barcelona), Didier Drogba (Chelsea), Michael Essien (Chelsea), Samuel Eto'o (Barcelona), Luis Figo (Internazionale), Gennaro Gattuso (Milan), Steven Gerrard (Liverpool), Thierry Henry (Arsenal), Kaka (Milan), Miroslav Klose (Werder Bremen), Philippe Lahm (Bayern Munich), Frank Lampard (Chelsea), Jens Lehmann (Arsenal), Alessandro Nesta (Milan), Andrea Pirlo (Milan), Franck Ribery (Marseille), Juan Roman Riquelme (Villarreal), Ronaldinho (Barcelona), Wayne Rooney (Manchester United), Tomas Rosicky (Arsenal), Andrei Shevchenko (Chelsea), Lilian Thuram (Barcelona), Patrick Vieira (Internazionale), Zinedine Zidane (hættur keppni).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×