Innlent

Innflutt vinnuafl aldrei eins mikið

Reykjavík
Reykjavík MYND/Vilhelm

Innflutningur á erlendu vinnuafli hefur aldrei mælst eins mikil og í september eða tæplega eitt þúsund manns. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði. Allt árið í fyrra voru 3.900 erlendir starfsmenn skráðir.

Í vefriti fjármálaráðuneytisins segir að aukningin skýrist að einhverju leyti af nýskráningu aðila sem áður voru komnir til landsins. Atvinnurekendur og stjórnkerfið hafa verið að aðlaga sig að nýjum reglum um skráningu starfsfólks með erlent ríkisfang en þær tóku gildi 1. maí á þessu ári.

Atvinnuleysi í september mældist 1,0% og hefur ekki mælst svo lágt síðan í september 2001.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×