Jens Lekman hoppar í skarðið 12. október 2006 09:20 Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman Lífið Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman
Lífið Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira