Innlent

Til foreldra ungra ökumanna

Námskeið fyrir unga ökumenn, sem Sjóvá hefur staðið fyrir undanfarin níu ár hafa skilað allt að þrefallt lægri tjónatíðni en hjá öðrum ökumönnum í þeim aldursflokki.

Á þessum 9 árum hafa um 5000 tjón sparast hjá námskeiðshópnum og komið í veg fyrir ekki færri en 1100 slys á fólki.

Umferðarstofa og Sjóvá forvarnarhús hafa nú gert samning um að halda þessum námskeiðum áfram og verða fyrstu námskeiðin um næstu helgi, á Sauðárkróki laugardaginn 14. okt kl. 11 í Framhaldsskólanum og á sunnudag verður námskeið á Akureyri í Verkmenntaskólanum kl. 11. Fyrsta námskeiðið í Reykjavík verður mánudaginn 23. október kl. 17 í Forvarnahúsinu í Kringlunni 1.

Markhópurinn er fólk á aldrinum 17-20 ára. Námskeiðin eru fimm klukkustundir og höfð í léttum dúr. Þau byggja á stuttum fræðsluerindum, verkefnavinnu og upplifunum af ýmsu tagi.

Umferðarstofa og Forvarnahúsið hafa leitað eftir samstarfi við framhaldsskóla landsins og hafa margir þeirra þegar svarað að þeir vilji samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×