Innlent

Landlæknir treystir yfirlækni á Sogni

Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir telur að það þurfi að bæta aðstöðu og fjölga plássum á réttargeðdeildinni að Sogni. Hann segist treysta dómgreind yfirlæknisins á Sogni sem varð að senda geðsjúkan afbrotamann í leyfi til þess að losa pláss vegna bráðainnlagnar.

Fyrir viku var maður leystur af réttargeðdeildinni að Sogni þó að formlega þurfi að dómsúrskurð til þess. Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni viðurkennir að hann hafi þurft að grípa til þessa úrræðis þar sem ekki var neitt laust pláss þegar þurft hafi að leggja inn bráðsjúkan mann. Sá sem fékk lausn, eða að forminu til ótímabundinð bæjarleyfi, hafði árum saman áreitt fjölskyldu en var ekki úrskurðaður ósakhæfur og til vistunar fyrr en hann réðst á annan mann á síðasta ári og misþyrmdi honum. Magnús segir að það þurfi bara formafgreiðslu til að útskrifa hann og það gerist innan fárra vikna.

Í fréttum NFS í gær kvartaði Magnús yfir skilnisleysi yfirvalda á málefnum Sogns. Sjö vistunarrými væru að Sogni en þar hafa að jafnaði verið átta vistmenn í eitt ár. Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir segir að staðan á Sogni sé umhugsunarverð en hann verði að treysta á dómgreind yfirlæknis með það hvern hann velji að senda í leyfi til að losa um pláss. Telur Matthías að það þurfi að bæta aðstöðuna á Sogni - þar sé staðan þröng eins og svo víða í heilbrigðiskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×