Innlent

Fengu ekkert í samningum við Bandaríkjastjórn

Íslendingar fengu ekkert í samningum við Bandaríkjastjórn umfram það sem NATO-aðild veitir, að mati Michaels Corgans, prófessors við Boston-háskóla. Hann telur að Bandaríkjamenn hafi komið fram af mikilli óbilgirni í uppgjöri þjóðanna í varnarmálum.

 

Mike Corgan hefur góða yfirsýn yfir varnarsamband íslands og bandaríkjanna. Hann er með prófgráðu í háskóla bandaríksa flotans og var á árum áður einn af yfirmönnum Keflavíkurstöðvarinnar. Hann kennir við Boston háskóla en er nú um stundir gistikennari í Háskóla Íslands. Hann verður gestur í Silfri Egils á morgun sem hefur göngu sína eftir sumarhlé.

Corgan undrast hörku bandaríkjamanna í samskitpum við íslendinga í varnarmálum og telur að íslendingar hafi í reynd lítið fengið útúr þessum viðræðum - umfram þá almennu skuldbindingu sem felst í NATÓ aðild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×