Erlent

Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu

Norður-Kórea
Norður-Kórea Reuters

Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við.

Spenna á milli ríkjanna hefur magnast mjög undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Pjongjang lýstu því yfir að þau áformuðu kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni. Engar dagsetningar hafa verið nefndar í því sambandi en sérfræðingar segja að fyrsta sprengjan geti jafnvel verið sprengd um þessa helgi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf út yfirlýsingu í gær þar sem Norður-Kóreumenn voru eindregið varaðir við kjarnorkutilraunum og þeim hótað refsiaðgerðum haldi þeir sínu striki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×