Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 6. október 2006 17:00 "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Út er komin hjá Bjarti ljóðabókin Guðlausir menn - Hulgleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal. Ingunn hlaut á miðvikudaginn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunssonar fyrir handrit að bókinni.Dómnefndin valdi handrit Ingunnar úr fjörutíuogníu innsendum handritum og Bjartur fagnar þessari viðurkenningu á verkum skáldsins. "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri." Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Hún er menntuð í sveitaskólum, á heimavist á Eiðum, fjölbraut í Ármúla, HÍ og Kennaraháskólanum, þar sem hún var haldin námsleiða sem ól á vínhneigð hennar. Að námi loknu náði hún gleði sinni á ný og starfaði sem kennari, af hugsjón, í nokkur ár. Auk þess að kenna íslensku, ensku og dönsku hefur Ingunn verið landpóstur, ráðskona í vegagerð, bensíntittur, hliðbjálfi, grúppía, rolluljósmóðir, skúringakona, eldabuska á leikskóla, starfsmaður á dönskum spítala, í írskum súpermarkaði, mexíkönskum tungumálaskóla, íslenskri rækjuvinnslu og verið á síldarvertíð. Ingunn er alin upp í fimm systkina hópi og er miðbarnið (sem útskýrir margt fyrir þeim sem kunna hvar-í-systkina-röðinni-fræði). Hún er þó lítið gefin fyrir hópíþróttir. Ingunn er í meistaranámi í íslensku og hljóðfræði er henni hugfólgin. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. GUÐLAUSIR MENN - HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST er fyrsta bók hennar sem kemur út hjá Bjarti. Lífið Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Út er komin hjá Bjarti ljóðabókin Guðlausir menn - Hulgleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal. Ingunn hlaut á miðvikudaginn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunssonar fyrir handrit að bókinni.Dómnefndin valdi handrit Ingunnar úr fjörutíuogníu innsendum handritum og Bjartur fagnar þessari viðurkenningu á verkum skáldsins. "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri." Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Hún er menntuð í sveitaskólum, á heimavist á Eiðum, fjölbraut í Ármúla, HÍ og Kennaraháskólanum, þar sem hún var haldin námsleiða sem ól á vínhneigð hennar. Að námi loknu náði hún gleði sinni á ný og starfaði sem kennari, af hugsjón, í nokkur ár. Auk þess að kenna íslensku, ensku og dönsku hefur Ingunn verið landpóstur, ráðskona í vegagerð, bensíntittur, hliðbjálfi, grúppía, rolluljósmóðir, skúringakona, eldabuska á leikskóla, starfsmaður á dönskum spítala, í írskum súpermarkaði, mexíkönskum tungumálaskóla, íslenskri rækjuvinnslu og verið á síldarvertíð. Ingunn er alin upp í fimm systkina hópi og er miðbarnið (sem útskýrir margt fyrir þeim sem kunna hvar-í-systkina-röðinni-fræði). Hún er þó lítið gefin fyrir hópíþróttir. Ingunn er í meistaranámi í íslensku og hljóðfræði er henni hugfólgin. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. GUÐLAUSIR MENN - HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST er fyrsta bók hennar sem kemur út hjá Bjarti.
Lífið Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira