Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla 5. október 2006 18:30 Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira