Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla 5. október 2006 18:30 Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira