Enski boltinn

Hættur í ruglinu og ætlar að snúa aftur í úrvalsdeildina

Stan Collymore hefur verið iðnari við kvikmyndaleik en knattspyrnu á síðustu árum en ætlar nú að snúa aftur með tilþrifum, 35 ára að aldri.
Stan Collymore hefur verið iðnari við kvikmyndaleik en knattspyrnu á síðustu árum en ætlar nú að snúa aftur með tilþrifum, 35 ára að aldri. NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnumaðurinn Stan Collymore hugar nú að endurkomu fyrir alvöru og hefur lýst því yfir að hann ætli að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni innan skamms. Collymore hefur ekki spilað fótbolta í nokkur ár en hefur verið iðinn við áfengisneyslu og kvikmyndaleik.

Collymore þótti gríðarlegt efni á síðasta áratug þegar hann lék meðal annars með Liverpool, en hann klúðraði öllum þeim tækifærum sem hann fékk og var iðinn við að komas sér í vandræði utan vallar.

"Það verða engar fleiri fyrirsagnir um fyllerí og vitleysu frá mér í blöðunum framar," sagði Collymore í samtali við breska fjölmiðla. "Í þetta sinn ætla ég ekki að tortíma sjálfum mér. Ég er við góða líkamlega heilsu og ætla mér að snúa aftur, því ég veit sannarlega að ég get enn verið einn af þeim bestu," sagði Collymore sem er nú á leið til Tenerife á Spáni þar sem hann ætlar í strangar æfingabúðir í þrjár vikur áður en hann reynir fyrir sér á knattspyrnuvellinum á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×