Herinn er farinn 30. september 2006 18:29 Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík. Bandaríski og íslenski fáninn voru dregnir niður síðdegis við látlausa athöfn á herstöðinni við Keflavík og sá íslenski síðan dreginn einn að húni. Bandaríkjamenn hafa því formlega afhent íslenskum yfirvöldum svæðið sem verður þó áfram lokað fyrir almenningi.Valþór Söring Jónsson vann í 32 ár hjá bandaríska hernum og segir tilfinningar sínar blendnar á þessum tímamótum þegar hann er að kveðja sinn vinnuveitanda og þá menningu sem hann ólst upp við. Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus og hefur nú stofnað rafverktakafyrirtæki ásamt bróður sínum. Hann sé staðinn upp úr framkvæmdastjórastólnum og kominn í harkið. Hann segir marga vinnufélaga sínu þegar komna með starf - síst þó þeir eldri.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er þokkalega sáttur við stöðuna en um 50 af hans félagsmönnum eru enn án vinnu, sem er um 40% af þeim sem misstu vinnuna. Aðspurður hvers konar nýting á herstöðinni sé efst á hans óskalista segist hann við þessi tímamót helst sjá fyrir sér starfsemi öndverða við her, eða einhvers konar friðarstofnanir.Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast fagna brottför hersins á morgun með skoðunarferð um herstöðina - sú ferð er þó háð ströngum skilyrðum yfirvalda, segir Stefán Pálsson, talsmaður samtakanna, meðal annars var sérstaklega tiltekið að einungis embættismenn íslenska ríkisins mættu draga þar fána að húni. Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík. Bandaríski og íslenski fáninn voru dregnir niður síðdegis við látlausa athöfn á herstöðinni við Keflavík og sá íslenski síðan dreginn einn að húni. Bandaríkjamenn hafa því formlega afhent íslenskum yfirvöldum svæðið sem verður þó áfram lokað fyrir almenningi.Valþór Söring Jónsson vann í 32 ár hjá bandaríska hernum og segir tilfinningar sínar blendnar á þessum tímamótum þegar hann er að kveðja sinn vinnuveitanda og þá menningu sem hann ólst upp við. Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus og hefur nú stofnað rafverktakafyrirtæki ásamt bróður sínum. Hann sé staðinn upp úr framkvæmdastjórastólnum og kominn í harkið. Hann segir marga vinnufélaga sínu þegar komna með starf - síst þó þeir eldri.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er þokkalega sáttur við stöðuna en um 50 af hans félagsmönnum eru enn án vinnu, sem er um 40% af þeim sem misstu vinnuna. Aðspurður hvers konar nýting á herstöðinni sé efst á hans óskalista segist hann við þessi tímamót helst sjá fyrir sér starfsemi öndverða við her, eða einhvers konar friðarstofnanir.Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast fagna brottför hersins á morgun með skoðunarferð um herstöðina - sú ferð er þó háð ströngum skilyrðum yfirvalda, segir Stefán Pálsson, talsmaður samtakanna, meðal annars var sérstaklega tiltekið að einungis embættismenn íslenska ríkisins mættu draga þar fána að húni.
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira