Herinn er farinn 30. september 2006 18:29 Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík. Bandaríski og íslenski fáninn voru dregnir niður síðdegis við látlausa athöfn á herstöðinni við Keflavík og sá íslenski síðan dreginn einn að húni. Bandaríkjamenn hafa því formlega afhent íslenskum yfirvöldum svæðið sem verður þó áfram lokað fyrir almenningi.Valþór Söring Jónsson vann í 32 ár hjá bandaríska hernum og segir tilfinningar sínar blendnar á þessum tímamótum þegar hann er að kveðja sinn vinnuveitanda og þá menningu sem hann ólst upp við. Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus og hefur nú stofnað rafverktakafyrirtæki ásamt bróður sínum. Hann sé staðinn upp úr framkvæmdastjórastólnum og kominn í harkið. Hann segir marga vinnufélaga sínu þegar komna með starf - síst þó þeir eldri.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er þokkalega sáttur við stöðuna en um 50 af hans félagsmönnum eru enn án vinnu, sem er um 40% af þeim sem misstu vinnuna. Aðspurður hvers konar nýting á herstöðinni sé efst á hans óskalista segist hann við þessi tímamót helst sjá fyrir sér starfsemi öndverða við her, eða einhvers konar friðarstofnanir.Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast fagna brottför hersins á morgun með skoðunarferð um herstöðina - sú ferð er þó háð ströngum skilyrðum yfirvalda, segir Stefán Pálsson, talsmaður samtakanna, meðal annars var sérstaklega tiltekið að einungis embættismenn íslenska ríkisins mættu draga þar fána að húni. Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík. Bandaríski og íslenski fáninn voru dregnir niður síðdegis við látlausa athöfn á herstöðinni við Keflavík og sá íslenski síðan dreginn einn að húni. Bandaríkjamenn hafa því formlega afhent íslenskum yfirvöldum svæðið sem verður þó áfram lokað fyrir almenningi.Valþór Söring Jónsson vann í 32 ár hjá bandaríska hernum og segir tilfinningar sínar blendnar á þessum tímamótum þegar hann er að kveðja sinn vinnuveitanda og þá menningu sem hann ólst upp við. Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus og hefur nú stofnað rafverktakafyrirtæki ásamt bróður sínum. Hann sé staðinn upp úr framkvæmdastjórastólnum og kominn í harkið. Hann segir marga vinnufélaga sínu þegar komna með starf - síst þó þeir eldri.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er þokkalega sáttur við stöðuna en um 50 af hans félagsmönnum eru enn án vinnu, sem er um 40% af þeim sem misstu vinnuna. Aðspurður hvers konar nýting á herstöðinni sé efst á hans óskalista segist hann við þessi tímamót helst sjá fyrir sér starfsemi öndverða við her, eða einhvers konar friðarstofnanir.Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast fagna brottför hersins á morgun með skoðunarferð um herstöðina - sú ferð er þó háð ströngum skilyrðum yfirvalda, segir Stefán Pálsson, talsmaður samtakanna, meðal annars var sérstaklega tiltekið að einungis embættismenn íslenska ríkisins mættu draga þar fána að húni.
Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira