Herinn er farinn 30. september 2006 18:29 Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík. Bandaríski og íslenski fáninn voru dregnir niður síðdegis við látlausa athöfn á herstöðinni við Keflavík og sá íslenski síðan dreginn einn að húni. Bandaríkjamenn hafa því formlega afhent íslenskum yfirvöldum svæðið sem verður þó áfram lokað fyrir almenningi.Valþór Söring Jónsson vann í 32 ár hjá bandaríska hernum og segir tilfinningar sínar blendnar á þessum tímamótum þegar hann er að kveðja sinn vinnuveitanda og þá menningu sem hann ólst upp við. Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus og hefur nú stofnað rafverktakafyrirtæki ásamt bróður sínum. Hann sé staðinn upp úr framkvæmdastjórastólnum og kominn í harkið. Hann segir marga vinnufélaga sínu þegar komna með starf - síst þó þeir eldri.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er þokkalega sáttur við stöðuna en um 50 af hans félagsmönnum eru enn án vinnu, sem er um 40% af þeim sem misstu vinnuna. Aðspurður hvers konar nýting á herstöðinni sé efst á hans óskalista segist hann við þessi tímamót helst sjá fyrir sér starfsemi öndverða við her, eða einhvers konar friðarstofnanir.Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast fagna brottför hersins á morgun með skoðunarferð um herstöðina - sú ferð er þó háð ströngum skilyrðum yfirvalda, segir Stefán Pálsson, talsmaður samtakanna, meðal annars var sérstaklega tiltekið að einungis embættismenn íslenska ríkisins mættu draga þar fána að húni. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Bandaríski herinn er farinn eftir fimmtíu og fimm ára veru í landinu. Síðustu hermennirnir drógu niður bandaríska fánann í dag. Þeir halda af landi brott í kvöld. Íslenski fáninn blaktir nú við hún í herstöðinni í Keflavík. Bandaríski og íslenski fáninn voru dregnir niður síðdegis við látlausa athöfn á herstöðinni við Keflavík og sá íslenski síðan dreginn einn að húni. Bandaríkjamenn hafa því formlega afhent íslenskum yfirvöldum svæðið sem verður þó áfram lokað fyrir almenningi.Valþór Söring Jónsson vann í 32 ár hjá bandaríska hernum og segir tilfinningar sínar blendnar á þessum tímamótum þegar hann er að kveðja sinn vinnuveitanda og þá menningu sem hann ólst upp við. Hann segir þó enga ástæðu til að hengja haus og hefur nú stofnað rafverktakafyrirtæki ásamt bróður sínum. Hann sé staðinn upp úr framkvæmdastjórastólnum og kominn í harkið. Hann segir marga vinnufélaga sínu þegar komna með starf - síst þó þeir eldri.Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, er þokkalega sáttur við stöðuna en um 50 af hans félagsmönnum eru enn án vinnu, sem er um 40% af þeim sem misstu vinnuna. Aðspurður hvers konar nýting á herstöðinni sé efst á hans óskalista segist hann við þessi tímamót helst sjá fyrir sér starfsemi öndverða við her, eða einhvers konar friðarstofnanir.Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast fagna brottför hersins á morgun með skoðunarferð um herstöðina - sú ferð er þó háð ströngum skilyrðum yfirvalda, segir Stefán Pálsson, talsmaður samtakanna, meðal annars var sérstaklega tiltekið að einungis embættismenn íslenska ríkisins mættu draga þar fána að húni.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira