Lífið

Íslensku safnaverðlaunin

Hjörleifur Guttormsson afhenti Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur,
borgarminjaverði, verðlaunin í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Egilsbúð á
Neskaupsstað.
Hjörleifur Guttormsson afhenti Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, borgarminjaverði, verðlaunin í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Egilsbúð á Neskaupsstað.

Minjasafn Reykjavíkur hlaut í gærkvöldi Íslensku safnaverðlaunin 2006, en verðlaunin eru veitt af Félagi íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) og Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráði safna).

Það var einróma niðurstaða dómnefndar að veita Minjasafni Reykjavíkur,

Árbæjarsafni, Íslensku safnaverðlaunin, enda hefur safnið með fjölbreyttum

sýningum lagt fram mikilvægan skerf til eflingar faglegs starfs í sýningargerð, að mati dómnefndar.

Hjörleifur Guttormsson afhenti Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur,

borgarminjaverði, verðlaunin í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Egilsbúð á

Neskaupsstað. Dómnefnd Íslensku safnaverðlaunanna í ár var skipuð þeim Kristínu Guðnadóttur og Lilju Árnadóttur frá Íslandsdeild ICOM og Ingu Láru

Baldvinsdóttur og Karli Rúnari Þórssyni frá FÍSOS, Félagi íslenskra safna og

safnmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×