Sport

Raul úti í kuldanum í fyrsta skipti í áratug

Gulldrengurinn verður ekki með gegn Svíum í næstu viku
Gulldrengurinn verður ekki með gegn Svíum í næstu viku NordicPhotos/GettyImages

Gulldrengurinn Raul frá Real Madrid náði í dag þeim vafasama áfanga að vera ekki valinn í landsliðshóp Spánverja af ástæðum öðrum en meiðslum í fyrsta sinn í áratug. Raul verður ekki í leikmannahópi Spánverja sem mæta Svíum í undankeppni EM í næstu viku.

"Ég valdi sterkasta mögulega hópinn í þennan leik, en ég útiloka ekki að aðrir menn geti unnið sér sæti í hópnum á ný í framtíðinni," sagði Luis Aragones í samtali við fjölmiðla í dag, en hann sjálfur er undir gríðarlegri pressu í starfi sínu sem landsliðsþjálfari eftir slakt gengi undanfarið.

Raul er leikja- og markahæsti útileikmaður spænska landsliðsins frá upphafi og spilaði sinn fyrsta landsleik þegar hann var aðeins 19 ára gamall árið 1996. Raul á að baki 102 landsleiki og hefur skorað 44 mörk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×